Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:45 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landamæri Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun