Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2024 11:10 Brendan Carr og Donald Trump. AP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. FCC heldur meðal annars um útsendingarleyfi fyrir sjónvarps- og útvarpsstöðvar, gervihnattaútsendingar og nettengingar, svo eitthvað sé nefnt. Carr, sem er fyrir æðsti Repúblikaninn í stjórn FCC, hefur heitið því á undanförnum dögum að berjast gegn því sem hann hefur kallað „ritskoðunar-samtökin“ og á hann þar við Facebook, Google, Apple, Microsoft og aðra, eins og bent er á í frétt Washington Post. Hann er einnig ötull stuðningsmaður Elons Musk, auðugasta manns heims og ráðgjafa og bandamanns Trumps. Carr hefur lagt til að FCC styrki SpaceX, fyrirtæki Musks, með hundruðum milljónum dala vegna Starlink, gervihnattaþyrpingar fyrirtækisins sem hægt að fá internetþjónustu gegnum. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra FCC hefur til skoðunar umsókn frá SpaceX um það hvort smágervihnettir fyrirtækisins megi vera á lægri sporbraut en þeir eru. Það myndi gera nettenginguna hraðvirkari. Gervihnettir þessir hafa þó komið niður á störfum geimvísindamanna. Sjá einnig: Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Carr skrifaði hluta af Project 2025, sem er áherslulisti á vegum samtaka sem kallast Heritage Foundation og var skrifaður sem mögulegur leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps. Þó nokkrir sem komu að því að skrifa Project 2025 hafa starfað við framboð Trumps og hefur verkefninu verið lýst sem „óskalista“ íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Sjá einnig: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Áður en Trump lýsti því yfir að hann ætlaði að tilnefna Carr hafði sá síðarnefndi sent bréf til Tim Cook hjá Apple, Mark Zuckerberg hjá Meta, Satya Nadella hjá Microsoft og Sundar Pichai hjá Alphabet og sakað þá um að ritskoða ákveðin sjónarmið. Í bréfinu sagði hann mögulegt að ríkisstjórn Trumps myndi taka þessa meintu ritskoðun til rannsóknar. We must dismantle the censorship cartel and restore free speech rights for everyday Americans.— Brendan Carr (@BrendanCarrFCC) November 18, 2024 Þá hefur Carr verið gagnrýninn á bandarískar sjónvarpsstöðvar. Í nýlegu tísti sagði hann að eftir að Trump tekur við völdum muni FCC þvinga sjónvarpsstöðvar til að starfa í þágu almennings. Broadcast media have had the privilege of using a scarce and valuable public resource—our airwaves. In turn, they are required by law to operate in the public interest.When the transition is complete, the FCC will enforce this public interest obligation.— Brendan Carr (@BrendanCarrFCC) November 18, 2024 Í kosningabaráttunni og fyrir hana hefur Trump ítrekað kallað eftir því að sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna verði refsað og útsendingarleyfi þeirra afturkölluð. Þetta hefur hann meðal annars sagt um CBS, ABC, NBC og Fox og í næstum öllum tilfellum vegna spurninga sem honum hefur verið illa við eða útsendinga sem hafa ekki fallið í kramið hjá honum, samkvæmt greiningu CNN. Eftir kappræður Trumps og Kamölu Harris, þar sem Trump þótti standa sig illa, sakaði hann starfsmenn ABC um að hafa gefið Harris spurningarnar fyrir fram og varð reiður yfir því að stjórnendur bentu á ósannindi hans. Kallaði hann eftir því að útsendingarleyfið yrði tekið af fyrirtækinu. Þetta er eitt dæmi af mörgum. Stóru stöðvarnar eru ekki háðar útsendingarleyfi frá FCC en smærri stöðvar sem reknar eru víðsvegar um Bandaríkin og oftar en ekki í eigu stærri fyrirtækja, eru háðar leyfisveitingum. Sérfræðingur í þessum málum sagði CNN þó að ferlið við að svipta sjónvarpsstöðvar útsendingarleyfi væri svo tímafrekt að ómögulegt væri að ljúka því á einu kjörtímabili. Þátt fyrir það hafa forsvarsmenn margra umræddra fyrirtækja lýst yfir áhyggjum af mögulegum hefndaraðgerðum Trumps. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58 Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13. nóvember 2024 14:38 Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13. nóvember 2024 11:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
FCC heldur meðal annars um útsendingarleyfi fyrir sjónvarps- og útvarpsstöðvar, gervihnattaútsendingar og nettengingar, svo eitthvað sé nefnt. Carr, sem er fyrir æðsti Repúblikaninn í stjórn FCC, hefur heitið því á undanförnum dögum að berjast gegn því sem hann hefur kallað „ritskoðunar-samtökin“ og á hann þar við Facebook, Google, Apple, Microsoft og aðra, eins og bent er á í frétt Washington Post. Hann er einnig ötull stuðningsmaður Elons Musk, auðugasta manns heims og ráðgjafa og bandamanns Trumps. Carr hefur lagt til að FCC styrki SpaceX, fyrirtæki Musks, með hundruðum milljónum dala vegna Starlink, gervihnattaþyrpingar fyrirtækisins sem hægt að fá internetþjónustu gegnum. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra FCC hefur til skoðunar umsókn frá SpaceX um það hvort smágervihnettir fyrirtækisins megi vera á lægri sporbraut en þeir eru. Það myndi gera nettenginguna hraðvirkari. Gervihnettir þessir hafa þó komið niður á störfum geimvísindamanna. Sjá einnig: Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Carr skrifaði hluta af Project 2025, sem er áherslulisti á vegum samtaka sem kallast Heritage Foundation og var skrifaður sem mögulegur leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps. Þó nokkrir sem komu að því að skrifa Project 2025 hafa starfað við framboð Trumps og hefur verkefninu verið lýst sem „óskalista“ íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Sjá einnig: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Áður en Trump lýsti því yfir að hann ætlaði að tilnefna Carr hafði sá síðarnefndi sent bréf til Tim Cook hjá Apple, Mark Zuckerberg hjá Meta, Satya Nadella hjá Microsoft og Sundar Pichai hjá Alphabet og sakað þá um að ritskoða ákveðin sjónarmið. Í bréfinu sagði hann mögulegt að ríkisstjórn Trumps myndi taka þessa meintu ritskoðun til rannsóknar. We must dismantle the censorship cartel and restore free speech rights for everyday Americans.— Brendan Carr (@BrendanCarrFCC) November 18, 2024 Þá hefur Carr verið gagnrýninn á bandarískar sjónvarpsstöðvar. Í nýlegu tísti sagði hann að eftir að Trump tekur við völdum muni FCC þvinga sjónvarpsstöðvar til að starfa í þágu almennings. Broadcast media have had the privilege of using a scarce and valuable public resource—our airwaves. In turn, they are required by law to operate in the public interest.When the transition is complete, the FCC will enforce this public interest obligation.— Brendan Carr (@BrendanCarrFCC) November 18, 2024 Í kosningabaráttunni og fyrir hana hefur Trump ítrekað kallað eftir því að sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna verði refsað og útsendingarleyfi þeirra afturkölluð. Þetta hefur hann meðal annars sagt um CBS, ABC, NBC og Fox og í næstum öllum tilfellum vegna spurninga sem honum hefur verið illa við eða útsendinga sem hafa ekki fallið í kramið hjá honum, samkvæmt greiningu CNN. Eftir kappræður Trumps og Kamölu Harris, þar sem Trump þótti standa sig illa, sakaði hann starfsmenn ABC um að hafa gefið Harris spurningarnar fyrir fram og varð reiður yfir því að stjórnendur bentu á ósannindi hans. Kallaði hann eftir því að útsendingarleyfið yrði tekið af fyrirtækinu. Þetta er eitt dæmi af mörgum. Stóru stöðvarnar eru ekki háðar útsendingarleyfi frá FCC en smærri stöðvar sem reknar eru víðsvegar um Bandaríkin og oftar en ekki í eigu stærri fyrirtækja, eru háðar leyfisveitingum. Sérfræðingur í þessum málum sagði CNN þó að ferlið við að svipta sjónvarpsstöðvar útsendingarleyfi væri svo tímafrekt að ómögulegt væri að ljúka því á einu kjörtímabili. Þátt fyrir það hafa forsvarsmenn margra umræddra fyrirtækja lýst yfir áhyggjum af mögulegum hefndaraðgerðum Trumps.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58 Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13. nóvember 2024 14:38 Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13. nóvember 2024 11:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku. 13. nóvember 2024 20:58
Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13. nóvember 2024 14:38
Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. 13. nóvember 2024 11:52