Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2024 23:00 Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun