Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 16:03 Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun