Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar 14. nóvember 2024 14:30 Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kirkjugarðar Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar.
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar