Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:02 Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar. Margar hverjar enda líklega sem orðin tóm. Kennaraverkfall fær varla umfjöllun í fjölmiðlum og samninganefndir ríkis og sveitarfélaga neita að setjast við samningaborðið og efna loforð við kennara um jöfnun launa frá 2016. Þetta fær okkur skólafólk óneitanlega til að hugsa hvers virði okkar störf eru og hvenær við skiptum raunverulega máli. Þegar mikið liggur við tilheyrum við framlínustétt en í augnablikinu erum við aukaleikarar í skugga pólitíkusa sem keppast um atkvæðin okkar. Engu að síður eru alltaf verkefni í gangi í þágu barna og menntamála, sum þeirra ná aldrei hljómgrunni meðal kennara því þau eru unnin of langt frá fólkinu sem raunverulega þarf og vill taka þátt í þeim. Eitt þessara verkefna sem lifði af, ef svo má segja, hófst veturinn 2018-2019 með skýrslu sem unnin var af þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem rýnt var í innleiðingu aðalnámskrár frá 2011 og kannað hvernig hún var nýtt í hverjum skóla fyrir sig. Niðurstaðan var einföld: Innleiðing aðalnámskrár af hálfu yfirvalda var lítil sem engin. Verkefnið endaði á herðum skólanna sjálfra og við tóku nokkur ár þar sem kennarar og skólastjórnendur hvers skóla klóruðu sér í hausnum yfir fjölda hæfniviðmiða sem sum hver voru óskiljanleg. Foreldrar skildu illa námsmatið og nemendur nýttu sér ekki endilega þá endurgjöf sem þeir fengu. Um hugmyndafræði námskrárinnar ríkir engu að síður ákveðin sátt. Undirrituð tók þátt í að vinna að könnun og skýrsluskrifum og í niðurstöðukafla voru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum. Þar á meðal endurskoðun og einföldun á hæfni- og matsviðmiðum. Aðgerðinni var hrundið af stað hjá MMS haustið 2022. Undirbúningshópur um endurskoðun aðalnámskrár var settur af stað og kom úr röðum kennara og skólastjórnenda sem höfðu unnið með gildandi námskrá. Vinnuhópar voru settir saman fyrir hverja námsgrein en þeir voru einnig samsettir af kennurum og skólastjórnendum á gólfinu sem höfðu mikla þekkingu og reynslu af vinnu með aðalnámskrá. Vinnan var einnig unnin í góðu samstarfi við helstu hagaðila og þeir upplýstir um framvindu verkefnisins reglulega. Í verkefninu voru þrjú megin markmið: Að einfalda, skýra og samræma og áhersla var á að endurskoðun á námskrám er sífelluvinna og stöðugt í þróun. Drög vinnuhópanna birtust í samráðsgátt á vordögum 2024 og fengu afar góð viðbrögð og umsagnir og lokaútgáfan birtist í stjórnartíðindum 28. október síðast liðinn. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú þegar hafið undirbúning við vinnu innleiðingar en hún felst m.a. í því að útbúa stuðningsefni fyrir kennara hugsað nemendum í hag, með skipulögðum námsmarkmiðum fyrir hvert hæfniviðmið, tengingum við lykilhæfni og tillögum að kennsluháttum. Til þeirrar vinnu hafa verið fengnir reynslumiklir og áhugasamir kennarar og stjórnendur af gólfinu en einnig verður samstarf við aðra sérfræðinga háskólasamfélagsins. Miklar vonir eru bundnar við að efnið sem til verður eigi eftir að vera í takt við úrbætur t.d. umræddan matsferil og námsefnisgerð. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að verkefni sem þessi fari forgörðum af því nýr menntamálaráðherra ætli að fara eigin leiðir og geri eitthvað allt annað svo viðkomandi skilji nú örugglega eitthvað eftir sig. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og það er mikilvægt að stjórnvöld veiti fjármunum til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. Það er sóun að stinga góðum verkefnum ofan í skúffu. Menntun er mikilvægasta verkefni hvers samfélags og menntun er samfélagslegt verkefni. Tilgangur minn með þessari grein er einfaldur en skýr, hann er hvatning til menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar um að halda áfram samtali og samstarfi við fagfólkið á gólfinu og nýta þau verkefni sem farin eru af stað, nemendum okkar í hag. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Linda Heiðarsdóttir Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar. Margar hverjar enda líklega sem orðin tóm. Kennaraverkfall fær varla umfjöllun í fjölmiðlum og samninganefndir ríkis og sveitarfélaga neita að setjast við samningaborðið og efna loforð við kennara um jöfnun launa frá 2016. Þetta fær okkur skólafólk óneitanlega til að hugsa hvers virði okkar störf eru og hvenær við skiptum raunverulega máli. Þegar mikið liggur við tilheyrum við framlínustétt en í augnablikinu erum við aukaleikarar í skugga pólitíkusa sem keppast um atkvæðin okkar. Engu að síður eru alltaf verkefni í gangi í þágu barna og menntamála, sum þeirra ná aldrei hljómgrunni meðal kennara því þau eru unnin of langt frá fólkinu sem raunverulega þarf og vill taka þátt í þeim. Eitt þessara verkefna sem lifði af, ef svo má segja, hófst veturinn 2018-2019 með skýrslu sem unnin var af þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem rýnt var í innleiðingu aðalnámskrár frá 2011 og kannað hvernig hún var nýtt í hverjum skóla fyrir sig. Niðurstaðan var einföld: Innleiðing aðalnámskrár af hálfu yfirvalda var lítil sem engin. Verkefnið endaði á herðum skólanna sjálfra og við tóku nokkur ár þar sem kennarar og skólastjórnendur hvers skóla klóruðu sér í hausnum yfir fjölda hæfniviðmiða sem sum hver voru óskiljanleg. Foreldrar skildu illa námsmatið og nemendur nýttu sér ekki endilega þá endurgjöf sem þeir fengu. Um hugmyndafræði námskrárinnar ríkir engu að síður ákveðin sátt. Undirrituð tók þátt í að vinna að könnun og skýrsluskrifum og í niðurstöðukafla voru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum. Þar á meðal endurskoðun og einföldun á hæfni- og matsviðmiðum. Aðgerðinni var hrundið af stað hjá MMS haustið 2022. Undirbúningshópur um endurskoðun aðalnámskrár var settur af stað og kom úr röðum kennara og skólastjórnenda sem höfðu unnið með gildandi námskrá. Vinnuhópar voru settir saman fyrir hverja námsgrein en þeir voru einnig samsettir af kennurum og skólastjórnendum á gólfinu sem höfðu mikla þekkingu og reynslu af vinnu með aðalnámskrá. Vinnan var einnig unnin í góðu samstarfi við helstu hagaðila og þeir upplýstir um framvindu verkefnisins reglulega. Í verkefninu voru þrjú megin markmið: Að einfalda, skýra og samræma og áhersla var á að endurskoðun á námskrám er sífelluvinna og stöðugt í þróun. Drög vinnuhópanna birtust í samráðsgátt á vordögum 2024 og fengu afar góð viðbrögð og umsagnir og lokaútgáfan birtist í stjórnartíðindum 28. október síðast liðinn. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú þegar hafið undirbúning við vinnu innleiðingar en hún felst m.a. í því að útbúa stuðningsefni fyrir kennara hugsað nemendum í hag, með skipulögðum námsmarkmiðum fyrir hvert hæfniviðmið, tengingum við lykilhæfni og tillögum að kennsluháttum. Til þeirrar vinnu hafa verið fengnir reynslumiklir og áhugasamir kennarar og stjórnendur af gólfinu en einnig verður samstarf við aðra sérfræðinga háskólasamfélagsins. Miklar vonir eru bundnar við að efnið sem til verður eigi eftir að vera í takt við úrbætur t.d. umræddan matsferil og námsefnisgerð. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að verkefni sem þessi fari forgörðum af því nýr menntamálaráðherra ætli að fara eigin leiðir og geri eitthvað allt annað svo viðkomandi skilji nú örugglega eitthvað eftir sig. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og það er mikilvægt að stjórnvöld veiti fjármunum til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. Það er sóun að stinga góðum verkefnum ofan í skúffu. Menntun er mikilvægasta verkefni hvers samfélags og menntun er samfélagslegt verkefni. Tilgangur minn með þessari grein er einfaldur en skýr, hann er hvatning til menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar um að halda áfram samtali og samstarfi við fagfólkið á gólfinu og nýta þau verkefni sem farin eru af stað, nemendum okkar í hag. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar