Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Richard Dumas í baráttu við Scottie Pippen í úrslitum NBA-deildarinnar vorið 1993. vísir/getty Í Bónus Körfuboltakvöldi valdi Teitur Örlygsson úrvalslið uppáhalds samherja sinna á ferlinum. Einn þeirra spilaði í úrslitum NBA-deildarinnar. Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan NBA Körfuboltakvöld Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
NBA Körfuboltakvöld Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira