Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 19:17 Benóný Breki fagnar eins og honum einum er lagið. Vísir/Anton Brink Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.
Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira