Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 07:30 Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar