Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 07:30 Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun