Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 07:30 Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun