KR nýti tækifærið og greindi frá því að Gunnar muni jafnframt vera yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá KR. Þá mun Ívar sjá um afreksþjálfun hjá félaginu.
Um er að ræða tvo fyrrverandi leikmenn með gríðarlega þekkingu en Gunnar lék um tíma með KR og þá hefur hann þjálfað þar undanfarin ár. Ívar er svo fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður.
„Það er ljóst að leikmenn okkar eru í góðum höndum og bindum við miklar vonir við áframhaldandi samstarf,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í tilkynningu félagsins.