Blaðamannafundurinn hefst klukkan 11:30 og verður haldinn í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14, jarðhæð. Eftir stutta kynningu frá Einari Þorsteinssyni borgarstjóra gefst fjölmiðlum kostur á að ræða við Einar Þorsteinsson borgarstjóra.
Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd á fundi borgarstjórnar klukkan tólf. Viðbúið er að upphaf fundarins gæti tafist en foreldrar barna á leikskólanum Drafnasteini í Reykjavík sem eru í verkfalli ætla að mótmæla við upphaf fundarins í Ráðhúsi Reykjavíkur upp úr klukkan 11:30.