Fámennt ríki á jaðrinum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 11:01 Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi sambandsins, fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá einkum og sér í lagi í ráðherraráði þess. Fyrir vikið hafa fjölmennustu ríkin á meginlandinu bæði tögl og haldir. Fámenn meginlandsríki eins og til dæmis Lúxemborg hafa ekki mikið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegra legu þeirra eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti þeim einnig ágætlega. Fimm prósent af alþingismanni Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði sambandsins, sem gjarnan er talið vera valdamesta stofnun þess, allajafna einungis um 0,08%. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað þing Evrópusambandsins varðar væri staðan þar nokkuð betri, þar sem ekki er enn miðað algerlega við íbúafjölda ríkja sambandsins í tilfelli þess, en þó eftir sem áður alls ekki góð. Þannig fengi Íslands sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við það að vera einungis með hálfan alþingismann. Varðandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Fyrir vikið eru umræddir einstaklingar í raun ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Skilur ekki veruleika eyjarskeggja „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virðist, miðað við mörg lagafrumvörp hennar, vera ófær um að skilja veruleika fólks sem býr í fámennunum eyríkjum á jaðri sambandsins,“ hafði dagblaðið Times of Malta eftir Cyrus Engerer, þáverandi þingmanni Möltu á þingi Evrópusambandsins, í marz á síðasta ári. Tilefnið var löggjöf Evrópusambandsins um kolefnisskatta á samgöngur með flugi en maltnesk stjórnvöld hafa varað mjög við áhrifum hennar á hag eyríkisins sem er líkt og Ísland mjög háð flugsamgöngum. Tilgangur löggjafarinnar er að hvetja fólk til þess að ferðast frekar með lestum en flugvélum! Hafa má í huga í þessu sambandi að framkvæmdastjórnin, handhafi framkvæmdavalds Evrópusambandsins, hefur ein heimild til þess að leggja fram lagafrumvörp á vettvangi sambandsins. Það væri hliðstætt við það að ríkisstjórnin hér á landi gæti ein lagt fram lagafrumvörp á Alþingi en ekki alþingismenn. Höfnun Bretlands skilaði engu Hins vegar er ekki nóg að vera fjölmennt ríki ef viðkomandi ríki er á jaðrinum. Þannig gekk Bretland, með sínar rúmlega 67 milljónir íbúa, úr Evrópusambandinu meðal annars vegna þess að ekki hefði verið tekið nægjanlega tillit til hagsmuna Breta við ákvarðanatöku innan sambandsins að mati brezkra kjósenda. Öll þau mál, sem brezkir ráðherrar greiddu atkvæði gegn í ráðherraráði Evrópusambandsins á árunum 1996-2014, voru engu að síður samþykkt og urðu að lögum samkvæmt niðurstöðum rannsóknar samtakanna Business for Britain frá 2014 þrátt fyrir að Bretland hafi verið eitt fjölmennasta ríki sambandsins. Miðað við aðra rannsókn samtakanna var reynsla Breta af þingi Evrópusambandsins ekki mikið betri. Af þeim 576 þingmálum á þingi sambandsins sem meirihluti þingmanna Bretlands greiddi atkvæði gegn á árunum 2009-2914 voru 485 engu að síður samþykkt með atkvæðum þingmanna annarra ríkja þess. Frakkar og Þjóðverjar við stýrið Mateusz Morawiecki, þáverandi forsætisráðherra Póllands, ritaði grein í þýzka blaðið Die Welt í ágúst 2022 þar sem hann sakaði þýzk og frönsk stjórnvöld, sem réðu ferðinni innan Evrópusambandsins, um að hunza rödd Póllands. Ekki sízt varnaðarorð Pólverja í aðdraganda innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Morawiecki sagði að þó að gjarnan væri talað um að ríki Evrópusambandsins væru jafnrétthá réðu Þýzkaland og Frakkland í raun ferðinni. Pólland er eitt af fjölmennustu ríkjunum í Evrópusambandinu með tæplega 38 milljónir íbúa en er hins vegar, líkt og Bretland var einnig, á landfræðilegum jaðri sambandsins. Franskir og þýzkir ráðamenn hafa í áratugi samræmt afstöðu sína áður en mál hafa verið tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins. Þetta hefur sætt gagnrýni, ekki sízt frá fámennari ríkjum, á þeim forsendum að með því væru ákvarðanir í raun teknar fyrirfram og lítið svigrúm fyrir aðkomu annarra ríkja Sitja ekki við sama borðið Fjölmörg dæmi eru um það að fámennari ríki innan Evrópusambandsins, en engu að síður margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráði sambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi sem ekki hafa átt samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkjanna. Ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Til að mynda þegar Írland varð að sætta sig við makrílsamning Evrópusambandsins við Færeyinga um árið sem gekk þvert á írska hagsmuni eða þegar Danir urðu gegn eigin vilja að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Málflutningur Evrópusambandssinna breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um að eiga „sæti við borðið“. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi sambandsins, fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá einkum og sér í lagi í ráðherraráði þess. Fyrir vikið hafa fjölmennustu ríkin á meginlandinu bæði tögl og haldir. Fámenn meginlandsríki eins og til dæmis Lúxemborg hafa ekki mikið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegra legu þeirra eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti þeim einnig ágætlega. Fimm prósent af alþingismanni Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði sambandsins, sem gjarnan er talið vera valdamesta stofnun þess, allajafna einungis um 0,08%. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað þing Evrópusambandsins varðar væri staðan þar nokkuð betri, þar sem ekki er enn miðað algerlega við íbúafjölda ríkja sambandsins í tilfelli þess, en þó eftir sem áður alls ekki góð. Þannig fengi Íslands sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við það að vera einungis með hálfan alþingismann. Varðandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Fyrir vikið eru umræddir einstaklingar í raun ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Skilur ekki veruleika eyjarskeggja „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virðist, miðað við mörg lagafrumvörp hennar, vera ófær um að skilja veruleika fólks sem býr í fámennunum eyríkjum á jaðri sambandsins,“ hafði dagblaðið Times of Malta eftir Cyrus Engerer, þáverandi þingmanni Möltu á þingi Evrópusambandsins, í marz á síðasta ári. Tilefnið var löggjöf Evrópusambandsins um kolefnisskatta á samgöngur með flugi en maltnesk stjórnvöld hafa varað mjög við áhrifum hennar á hag eyríkisins sem er líkt og Ísland mjög háð flugsamgöngum. Tilgangur löggjafarinnar er að hvetja fólk til þess að ferðast frekar með lestum en flugvélum! Hafa má í huga í þessu sambandi að framkvæmdastjórnin, handhafi framkvæmdavalds Evrópusambandsins, hefur ein heimild til þess að leggja fram lagafrumvörp á vettvangi sambandsins. Það væri hliðstætt við það að ríkisstjórnin hér á landi gæti ein lagt fram lagafrumvörp á Alþingi en ekki alþingismenn. Höfnun Bretlands skilaði engu Hins vegar er ekki nóg að vera fjölmennt ríki ef viðkomandi ríki er á jaðrinum. Þannig gekk Bretland, með sínar rúmlega 67 milljónir íbúa, úr Evrópusambandinu meðal annars vegna þess að ekki hefði verið tekið nægjanlega tillit til hagsmuna Breta við ákvarðanatöku innan sambandsins að mati brezkra kjósenda. Öll þau mál, sem brezkir ráðherrar greiddu atkvæði gegn í ráðherraráði Evrópusambandsins á árunum 1996-2014, voru engu að síður samþykkt og urðu að lögum samkvæmt niðurstöðum rannsóknar samtakanna Business for Britain frá 2014 þrátt fyrir að Bretland hafi verið eitt fjölmennasta ríki sambandsins. Miðað við aðra rannsókn samtakanna var reynsla Breta af þingi Evrópusambandsins ekki mikið betri. Af þeim 576 þingmálum á þingi sambandsins sem meirihluti þingmanna Bretlands greiddi atkvæði gegn á árunum 2009-2914 voru 485 engu að síður samþykkt með atkvæðum þingmanna annarra ríkja þess. Frakkar og Þjóðverjar við stýrið Mateusz Morawiecki, þáverandi forsætisráðherra Póllands, ritaði grein í þýzka blaðið Die Welt í ágúst 2022 þar sem hann sakaði þýzk og frönsk stjórnvöld, sem réðu ferðinni innan Evrópusambandsins, um að hunza rödd Póllands. Ekki sízt varnaðarorð Pólverja í aðdraganda innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Morawiecki sagði að þó að gjarnan væri talað um að ríki Evrópusambandsins væru jafnrétthá réðu Þýzkaland og Frakkland í raun ferðinni. Pólland er eitt af fjölmennustu ríkjunum í Evrópusambandinu með tæplega 38 milljónir íbúa en er hins vegar, líkt og Bretland var einnig, á landfræðilegum jaðri sambandsins. Franskir og þýzkir ráðamenn hafa í áratugi samræmt afstöðu sína áður en mál hafa verið tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins. Þetta hefur sætt gagnrýni, ekki sízt frá fámennari ríkjum, á þeim forsendum að með því væru ákvarðanir í raun teknar fyrirfram og lítið svigrúm fyrir aðkomu annarra ríkja Sitja ekki við sama borðið Fjölmörg dæmi eru um það að fámennari ríki innan Evrópusambandsins, en engu að síður margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráði sambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi sem ekki hafa átt samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkjanna. Ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Til að mynda þegar Írland varð að sætta sig við makrílsamning Evrópusambandsins við Færeyinga um árið sem gekk þvert á írska hagsmuni eða þegar Danir urðu gegn eigin vilja að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Málflutningur Evrópusambandssinna breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um að eiga „sæti við borðið“. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun