Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 23:37 Lobuche er 6119 metrar á hæð. Með Lukku og Soffíu í för eru nepölsku fjallgöngukonurnar Pasang Lhamu Sherpa Akita og Purnima Shrestha, leiðsögukonurnar Pasang Doma Sherpa og Jangmu Sherpa, og burðarkonurnar Ambika, Nirmala, Sumina og Hira. Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár. Í fréttaskeyti frá hópnum segir að leiðangurinn hafi fengið heitið Climb for Change: Empowering Nepalese and Sherpa Women. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í Nepal. Í fréttaskeytinu segir að tækifæri til menntunar séu lítil í landinu og árlega séu mörg þúsund nepalskar konur gefnar eða seldar í mansal. Fjallgönguna tileinka þær öllum stelpum og konum sem vilja láta drauma sína rætast. Með ferðinni safna þær áheitum fyrir stúlkur í fjallasamfélaginu í Nepal með það að markmiði að þær geti fengið störf sem fjallgönguleiðsögukonur. Hópurinn kom við í grunnbúðum Everest. „Sherpaþjóðin ásamt fjölda annarra þjóðflokka býr í Kumbu dalnum við rætur hæstu fjalla heims í Himalaya. Ein helsta leið kvenna til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði er að taka þátt í ferðaþjónustu í kringum háfjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af Sherpaætt að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur,“ er haft eftir Soffíu S. Sigurgeirsdóttur, meðlimi í gönguhópnum. Ásamt Soffíu gengur Lukka Pálsdóttir og hópur nepalskra kvenna. Fram kemur að hópurinn sé kvennaleiðangur að öllu leyti, með þeim gangi kvenkyns leiðsögumenn, burðarkonur og fjallgöngukonur. Hópurinn náði upp á tind Lobuche East klukkan sjö í gærmorgun. Áheitasöfnunin stendur þó enn yfir, hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja það hér. Nepal Jafnréttismál Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Í fréttaskeyti frá hópnum segir að leiðangurinn hafi fengið heitið Climb for Change: Empowering Nepalese and Sherpa Women. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í Nepal. Í fréttaskeytinu segir að tækifæri til menntunar séu lítil í landinu og árlega séu mörg þúsund nepalskar konur gefnar eða seldar í mansal. Fjallgönguna tileinka þær öllum stelpum og konum sem vilja láta drauma sína rætast. Með ferðinni safna þær áheitum fyrir stúlkur í fjallasamfélaginu í Nepal með það að markmiði að þær geti fengið störf sem fjallgönguleiðsögukonur. Hópurinn kom við í grunnbúðum Everest. „Sherpaþjóðin ásamt fjölda annarra þjóðflokka býr í Kumbu dalnum við rætur hæstu fjalla heims í Himalaya. Ein helsta leið kvenna til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði er að taka þátt í ferðaþjónustu í kringum háfjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af Sherpaætt að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur,“ er haft eftir Soffíu S. Sigurgeirsdóttur, meðlimi í gönguhópnum. Ásamt Soffíu gengur Lukka Pálsdóttir og hópur nepalskra kvenna. Fram kemur að hópurinn sé kvennaleiðangur að öllu leyti, með þeim gangi kvenkyns leiðsögumenn, burðarkonur og fjallgöngukonur. Hópurinn náði upp á tind Lobuche East klukkan sjö í gærmorgun. Áheitasöfnunin stendur þó enn yfir, hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja það hér.
Nepal Jafnréttismál Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira