Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 00:05 Young Thug uppi á sviði Vísir/Getty Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar þar sem hann hefði þurft að verja fimm innan veggja fangelsis en Paige Whitaker dómari mildaði dóminn svo að sá tími sem rapparinn hefur þegar varið í fangelsi dygði. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams, var þó dæmdur til fimmtán ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Auk þessa setti dómarinn honum ýmisleg skilyrði. Þeirra á meðal eru þau að honum verði ekki heimilt að ferðast til heimaborgar sinnar Atlanta eða eiga í samskiptum við grunaða þátttakendur í skipulagðri glæpastarfsemi þar í borg. Honum verður einnig gert að sinna samfélagsþjónustu. „Ég tek fulla ábyrgð á glæpum mínum. Ég veit hvað ég hef fram að færa og ég veit hver ég er. Ég veit hve langt ég hef komist og ég er meðvitaður um þau áhrif sem ég hef á fólkið í nærumhverfi mínu,“ sagði Young Thug áður en dómurinn var upp kveðinn samkvæmt NBC. Jeffery Lamar Williams er 33 ára gamall og hefur setið í fangelsi í heimafylki hans Georgíu síðan í maí ársins 2022. Hann var handtekinn vegna gruns um að plötuumboð hans væri í raun meintu glæpasamtökin Young Slime Life. Meðlimir þeirra eru grunaðir um fjöldann allan af glæpum, þess á meðal morð, sölu á fíkniefnum og bílaþjófnað. Málið sem hefur lengi vakið athygli sökum frægðar Williams er það sakamál sem lengstan tíma hefur tekið að ná niðurstöðu í í sögu Georgíufylkis. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar þar sem hann hefði þurft að verja fimm innan veggja fangelsis en Paige Whitaker dómari mildaði dóminn svo að sá tími sem rapparinn hefur þegar varið í fangelsi dygði. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams, var þó dæmdur til fimmtán ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Auk þessa setti dómarinn honum ýmisleg skilyrði. Þeirra á meðal eru þau að honum verði ekki heimilt að ferðast til heimaborgar sinnar Atlanta eða eiga í samskiptum við grunaða þátttakendur í skipulagðri glæpastarfsemi þar í borg. Honum verður einnig gert að sinna samfélagsþjónustu. „Ég tek fulla ábyrgð á glæpum mínum. Ég veit hvað ég hef fram að færa og ég veit hver ég er. Ég veit hve langt ég hef komist og ég er meðvitaður um þau áhrif sem ég hef á fólkið í nærumhverfi mínu,“ sagði Young Thug áður en dómurinn var upp kveðinn samkvæmt NBC. Jeffery Lamar Williams er 33 ára gamall og hefur setið í fangelsi í heimafylki hans Georgíu síðan í maí ársins 2022. Hann var handtekinn vegna gruns um að plötuumboð hans væri í raun meintu glæpasamtökin Young Slime Life. Meðlimir þeirra eru grunaðir um fjöldann allan af glæpum, þess á meðal morð, sölu á fíkniefnum og bílaþjófnað. Málið sem hefur lengi vakið athygli sökum frægðar Williams er það sakamál sem lengstan tíma hefur tekið að ná niðurstöðu í í sögu Georgíufylkis.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp