Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 00:05 Young Thug uppi á sviði Vísir/Getty Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar þar sem hann hefði þurft að verja fimm innan veggja fangelsis en Paige Whitaker dómari mildaði dóminn svo að sá tími sem rapparinn hefur þegar varið í fangelsi dygði. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams, var þó dæmdur til fimmtán ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Auk þessa setti dómarinn honum ýmisleg skilyrði. Þeirra á meðal eru þau að honum verði ekki heimilt að ferðast til heimaborgar sinnar Atlanta eða eiga í samskiptum við grunaða þátttakendur í skipulagðri glæpastarfsemi þar í borg. Honum verður einnig gert að sinna samfélagsþjónustu. „Ég tek fulla ábyrgð á glæpum mínum. Ég veit hvað ég hef fram að færa og ég veit hver ég er. Ég veit hve langt ég hef komist og ég er meðvitaður um þau áhrif sem ég hef á fólkið í nærumhverfi mínu,“ sagði Young Thug áður en dómurinn var upp kveðinn samkvæmt NBC. Jeffery Lamar Williams er 33 ára gamall og hefur setið í fangelsi í heimafylki hans Georgíu síðan í maí ársins 2022. Hann var handtekinn vegna gruns um að plötuumboð hans væri í raun meintu glæpasamtökin Young Slime Life. Meðlimir þeirra eru grunaðir um fjöldann allan af glæpum, þess á meðal morð, sölu á fíkniefnum og bílaþjófnað. Málið sem hefur lengi vakið athygli sökum frægðar Williams er það sakamál sem lengstan tíma hefur tekið að ná niðurstöðu í í sögu Georgíufylkis. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar þar sem hann hefði þurft að verja fimm innan veggja fangelsis en Paige Whitaker dómari mildaði dóminn svo að sá tími sem rapparinn hefur þegar varið í fangelsi dygði. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams, var þó dæmdur til fimmtán ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Auk þessa setti dómarinn honum ýmisleg skilyrði. Þeirra á meðal eru þau að honum verði ekki heimilt að ferðast til heimaborgar sinnar Atlanta eða eiga í samskiptum við grunaða þátttakendur í skipulagðri glæpastarfsemi þar í borg. Honum verður einnig gert að sinna samfélagsþjónustu. „Ég tek fulla ábyrgð á glæpum mínum. Ég veit hvað ég hef fram að færa og ég veit hver ég er. Ég veit hve langt ég hef komist og ég er meðvitaður um þau áhrif sem ég hef á fólkið í nærumhverfi mínu,“ sagði Young Thug áður en dómurinn var upp kveðinn samkvæmt NBC. Jeffery Lamar Williams er 33 ára gamall og hefur setið í fangelsi í heimafylki hans Georgíu síðan í maí ársins 2022. Hann var handtekinn vegna gruns um að plötuumboð hans væri í raun meintu glæpasamtökin Young Slime Life. Meðlimir þeirra eru grunaðir um fjöldann allan af glæpum, þess á meðal morð, sölu á fíkniefnum og bílaþjófnað. Málið sem hefur lengi vakið athygli sökum frægðar Williams er það sakamál sem lengstan tíma hefur tekið að ná niðurstöðu í í sögu Georgíufylkis.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“