Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 08:33 Skotmörk frá þjálfun lögreglumanna í notkun rafbyssna. Enginn hefur verið stuðaður með slíkri byssu eftir að lögreglumenn hófu að bera þær fyrir tveimur mánuðum. Vísir/Arnar Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega. Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega.
Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01
Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20