Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 08:33 Skotmörk frá þjálfun lögreglumanna í notkun rafbyssna. Enginn hefur verið stuðaður með slíkri byssu eftir að lögreglumenn hófu að bera þær fyrir tveimur mánuðum. Vísir/Arnar Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega. Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega.
Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01
Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent