Fjölskylda Matthew Perry tjáir sig í fyrsta skipti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. október 2024 15:00 Matthew Perry lést fyrir tæpu ári síðan. Getty/Michael Tullberg Tæpt ár er liðið síðan leikarinn Matthew Perry lést skyndilega 54 ára gamall. Fjölskylda hans tjáði sig um andlátið í fyrsta skipti en þau hafa stofnað styrktarsjóð fyrir einstaklinga með fíknisjúkdóma. Matthew Perry lést í október í fyrra vegna ofneyslu ketamíns. Hann var helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í þáttaseríunum Friends. Stjúpfaðir og systir Perry töluðu í fyrsta skipti opinberlega um andlát hans í viðtali við Hello! Kanada. „Hann hafði þann eiginleika að lýsa upp herbergi með ljósi“ segir Caitlin Morrison, yngri systir Perry. Sjóður í minningu leikarans Þau feðginin stofnuðu „The Matthew Perry Foundation of Canada“ í minningu hans. Markmið styrktarsjóðsins er að hjálpa einstaklingum að stíga fyrstu skrefin eftir meðferð gegn fíknisjúkdómum. Caitilin segir það vera eins og hún sitji við hlið Matthew alla daga í starfi sínu á meðan hún berjist fyrir einhverju sem skipti hann máli. Keith Morrison, stjúpfaðir Perry, lýsti áfallinu sem fjölskyldan varð fyrir við andlátið. Hann segir það afskaplega vont að missa barnið sitt, jafnvel þótt einstaklingurinn sé undirbúinn fyrir það. Fimm ákærðir Alls hafa fimm verið ákærðir vegna andláts leikarans. Læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez og Jasveen Sangha og einnig Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, aðstoðarmaður Perry. Mark Chavez hefur játað sök en hann útvegaði Perry ketamín. Einnig hefur Eric Fleming játað fyrir dómi að hann seldi Iwamasa fimmtíu glös af ketamíni. Iwamasa sagði þá fyrir dómi að hann hefði sprautað Perry með efninu daginn áður en hann lést. Ketamín er sterkt svæfingar- eða deyfingarlyf sem er notað sem meðferð við þunglyndi, verkjum og kvíða. Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Friends Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Matthew Perry lést í október í fyrra vegna ofneyslu ketamíns. Hann var helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í þáttaseríunum Friends. Stjúpfaðir og systir Perry töluðu í fyrsta skipti opinberlega um andlát hans í viðtali við Hello! Kanada. „Hann hafði þann eiginleika að lýsa upp herbergi með ljósi“ segir Caitlin Morrison, yngri systir Perry. Sjóður í minningu leikarans Þau feðginin stofnuðu „The Matthew Perry Foundation of Canada“ í minningu hans. Markmið styrktarsjóðsins er að hjálpa einstaklingum að stíga fyrstu skrefin eftir meðferð gegn fíknisjúkdómum. Caitilin segir það vera eins og hún sitji við hlið Matthew alla daga í starfi sínu á meðan hún berjist fyrir einhverju sem skipti hann máli. Keith Morrison, stjúpfaðir Perry, lýsti áfallinu sem fjölskyldan varð fyrir við andlátið. Hann segir það afskaplega vont að missa barnið sitt, jafnvel þótt einstaklingurinn sé undirbúinn fyrir það. Fimm ákærðir Alls hafa fimm verið ákærðir vegna andláts leikarans. Læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez og Jasveen Sangha og einnig Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, aðstoðarmaður Perry. Mark Chavez hefur játað sök en hann útvegaði Perry ketamín. Einnig hefur Eric Fleming játað fyrir dómi að hann seldi Iwamasa fimmtíu glös af ketamíni. Iwamasa sagði þá fyrir dómi að hann hefði sprautað Perry með efninu daginn áður en hann lést. Ketamín er sterkt svæfingar- eða deyfingarlyf sem er notað sem meðferð við þunglyndi, verkjum og kvíða.
Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Friends Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32
Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52
Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15. ágúst 2024 14:59
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist