Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 22:23 Móðirin var úrskurðuð látin á vettvangi í íbúð í fjölbýlishúss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira