Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2024 21:26 Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Bjarni Einarsson Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55
Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21