Stubbur hrundi vegna álags Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 13:40 Það ræðst eftir leik Víkings og Breiðabliks á sunnudaginn hvort liðið verður Íslandsmeistari. vísir/diego Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira