Stubbur hrundi vegna álags Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 13:40 Það ræðst eftir leik Víkings og Breiðabliks á sunnudaginn hvort liðið verður Íslandsmeistari. vísir/diego Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira