Eva Dögg flytur sig um kjördæmi og Paola í þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2024 11:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Eva Dögg Davíðsdóttir og Paola Cardenas munu skipa efstu sæti lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi mun leggja til á kjördæmisráðsþingi í Kópavogi í kvöld að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður og varaformaður Vinstri grænna, leiði lista VG í kjördæminu. Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira