Körfuboltakvöld: Áhyggjur af Álftanesi Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2024 06:01 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana vísir/Hulda Margrét Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins. Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum