Lilja var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar sagi hún Miðflokkinn vera að fara meira til hægri og það séu góðar fréttir fyrir Framsóknarflokkinn sem sé meira á miðjunni. Fylgi flokksins hafi að einhverju leyti farið til Miðflokks en það gæti þá komið aftur núna þegar liggi fyrir hversu hægrisinnaður flokkurinn er.
„Innkoma Sigríðar er góð fyrir okkur en slæm fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Lilja og að uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins sé væntanlegt.
Framsóknarflokkurinn hefur mælst lægst í könnunun undandarið með um sex prósenta fylgi. Lilja Dögg segir einfalt að útskýra þetta. Þegar meðlimir ríkisstjórnar keppist við að tala hana niður þá sé þetta niðurstaðan.
Hún segist ekki sátt við það hvernig Bjarni Benediktsson sleit samstarfinu en það sé komið í ljós frá þeim tíma að það sé mikið líf í flokknum. Valdið sé nú hjá fólkinu og það sé þeirra verkefni að sýna almenningi að það sé þörf á að hafa Framsóknarflokkinn með.
Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að neðan.