Neyðarástand - úrbætur strax Sigrún Hulda Steingrímsdóttir skrifar 17. október 2024 10:16 Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun