Hvar er torfkofinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. október 2024 07:16 Heimurinn telur tæplega tvö hundruð ríki. Þar af um 160 sem ekki eiga aðild að EES-samningnum og eru fyrir vikið í torfkofunum. Allavega ef marka má málflutning forystumanna Viðreisnar. Hið sama á við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og nú síðast Guðna Frey Öfjörð, fyrrverandi stjórnarmann í Ungum Pírötum, í grein á Vísir.is fyrr í vikunni. Þess í stað kjósa þessi ríki víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Þá væntanlega vegna einhvers konar sjálfseyðingarhvatar. Hið prýðilegasta tilefni til þess að fjalla um EES-samninginn kom með grein Guðna og þeim ófáu haldlausu fullyrðingum sem þar komu fram. Til að mynda var fullyrt í greininni að vegna aðildarinnar að EES-samningnum hefði „velferð og efnahagur Íslands blómstrað“. Veruleikinn er hins vegar sá að við vitum ekki hver efnahagslegur ávinningur okkar er í raun af samningnum. Eina eiginlega rannsóknin sem hefur verið gerð í þeim efnum, af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt 2018, skilaði engum afgerandi niðurstöðum. Fullyrðing Guðna um árlega efnahagslegan ávinning af EES-samningnum upp á 52 milljarða króna má rekja til þýzkrar huglægrar rannsóknar sem taka ber með miklum fyrirvara að sögn þeirra sem unnu hana þar sem hún er miklum takmörkunum háð. Hæglega má hins vegar sýna fram á að kostnaðurinn við samninginn hlaupi á tugum milljarða króna. Til að mynda var fjallað um það fyrir ekki alls löngu að árlegur kostnaður einungis vegna nýs regluverks Evrópusambandsins um persónuvernd væri metinn á annan milljarð króna. Dökk mynd af stöðu ESB Fyrir vikið kemur ekki á óvart að engin haldbær rök hafi verið að finna í grein Guðna í þeim efnum. Til dæmis skírskotanir í hagtölur. Fullyrðingin um að EES-samningurinn hafi tryggt okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins stenzt heldur ekki skoðun. Öll ríki heimsins hafa aðgang að honum nema þau sæti einhvers konar viðskiptaþvingunum. Hins vegar er aðgangurinn misgreiður en færa má rök fyrir því með vísun í gögn frá utanríkisráðuneytinu að fríverzlunarsamningur myndi tryggja hagstæðara aðgengi. Með aðildinni að EES-samningnum höfum við bundið okkur á klafa hnignandi markaðar miðað við aðra helztu markaði heimsins eins og er til dæmis áréttað í tveimur skýrslum sem birtar hafa verið á árinu og unnar fyrir Evrópusambandið, annars vegar af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra þess, og hins vegar Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, þar sem dregin er upp virkilega dökk mynd af stöðu sambandsins og hvernig það hafi dregizt aftur úr öðrum mörkuðum. Ekki sízt vegna íþyngjandi regluverks. Hvað varðar Marel og Össur sem Guðni gerði enn fremur að umtalsefni var þar átt við orð Harðar Arnarsonar, fyrrverandi forstjóra Marels, í Viðskiptablaðinu í apríl 2019 um að hann héldi að fyrirtækið hefði ekki orðið til í sömu mynd án EES-samningsins. Visaði Hörður þar einkum til tolla á innflutt hráefni og útfluttar iðnaðarvörur sem þegar höfðu verið felldir niður með fríverzlunarsamningi Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins, frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Löngu fyrir gildistöku EES. Engar matvöruverzlanir? Fullyrt var í grein Guðna að án EES-samningsins væru svo gott sem engar matvöruverzlanir starfandi á Íslandi. Þar á meðal Hagkaup, Bónus og Nettó sem allar voru þó starfræktar fyrir daga samningsins. Sem fyrr voru engin rök færð fram. Hið sama sagði hann eiga við um Costco sem litlu munaði þvert á móti að kæmi ekki til landsins einmitt vegna EES-samningsins og regluverksins sem fylgir honum. Af sömu ástæðu hafa ýmsar heildverzlanir eins og Innnes dregið verulega til dæmis úr innflutningi á vörum frá Bandaríkjunum. Með öðrum orðum hefur aðildin að EES-samningnum þvert á það sem Guðni heldur fram miklu fremur dregið úr vöruúrvali og hækkað vöruverð en hitt. Regluverk Evrópusambandsins ræður því hvaða vörur megi flytja til landsins eða kaupa í gegnum erlendar netverzlanir en mikið af því er hugsað sem tæknilegar viðskiptahindranir með það fyrir augum að vernda framleiðslu innan sambandsins gegn utanaðkomandi samkeppni enda í grunninn gamaldags tollabandalag sem er í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland þannig utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn svigrúmið í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Til að mynda er EES-samningurinn að öllum líkindum hindrun í vegi fríverzlunarsamnings við Bandaríkin, Hagsmunir lands og þjóðar Hvað annars varðar til að mynda frjálst flæði fólks, Evrópska sjúkratryggingakortið, Erasmus og greiðari aðgang að erlendum háskólum sem Guðni nefnir EES-samningnum til bóta má semja um allt slíkt og fleira til í víðtækum fríverzlunarsamningum eins og dæmin sýna. Ef það er á annað borð áhugi fyrir því. Til að mynda reyndi Evrópusambandið að fá brezk stjórnvöld til þess að samþykkja frjálst flæði fólks með fríverzlunarsamningnum á milli Bretlands og sambandsins en brezkir ráðamenn einfaldlega afþökkuðu það. Með öðrum orðum má ljóst vera að ef eitthvað er á leiðinni í torfkofana í þessum efnum er það Evrópusambandið og innri markaður þess með Ísland í farteskinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum sem verið hefur að dragast efnahagslega jafnt og þétt aftur úr öðrum heimshlutum á undanförnum árum og áratugum samkvæmt skýrslum sem unnar hafa verið fyrir sambandið sjálft. Hér erum við hins vegar ekki byrjuð að ræða það vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem þróun EES-samningsins gerir kröfu um. Markmiðið hlýtur í öllu falli ávallt að vera hagsmunir Íslands og íslenzku þjóðarinnar en ekki einstakir samningar sem eru aðeins verkfæri í þeim efnum. Sé mögulegt að tryggja þá betur með víðtækum fríverzlunarsamningi, fyrirkomulagi sem ríki heimsins kjósa allajafna að notast við þegar þau semja um viðskipti, hlýtur að vera eðlilegt að taka það til alvarlegrar skoðunar. Nema markmiðið sé annað. Það er að segja EES-samningurinn sem slíkur óháð því hvort hann sé bezt til þess fallinn að tryggja hagsmuni lands og þjóðar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn telur tæplega tvö hundruð ríki. Þar af um 160 sem ekki eiga aðild að EES-samningnum og eru fyrir vikið í torfkofunum. Allavega ef marka má málflutning forystumanna Viðreisnar. Hið sama á við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og nú síðast Guðna Frey Öfjörð, fyrrverandi stjórnarmann í Ungum Pírötum, í grein á Vísir.is fyrr í vikunni. Þess í stað kjósa þessi ríki víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Þá væntanlega vegna einhvers konar sjálfseyðingarhvatar. Hið prýðilegasta tilefni til þess að fjalla um EES-samninginn kom með grein Guðna og þeim ófáu haldlausu fullyrðingum sem þar komu fram. Til að mynda var fullyrt í greininni að vegna aðildarinnar að EES-samningnum hefði „velferð og efnahagur Íslands blómstrað“. Veruleikinn er hins vegar sá að við vitum ekki hver efnahagslegur ávinningur okkar er í raun af samningnum. Eina eiginlega rannsóknin sem hefur verið gerð í þeim efnum, af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt 2018, skilaði engum afgerandi niðurstöðum. Fullyrðing Guðna um árlega efnahagslegan ávinning af EES-samningnum upp á 52 milljarða króna má rekja til þýzkrar huglægrar rannsóknar sem taka ber með miklum fyrirvara að sögn þeirra sem unnu hana þar sem hún er miklum takmörkunum háð. Hæglega má hins vegar sýna fram á að kostnaðurinn við samninginn hlaupi á tugum milljarða króna. Til að mynda var fjallað um það fyrir ekki alls löngu að árlegur kostnaður einungis vegna nýs regluverks Evrópusambandsins um persónuvernd væri metinn á annan milljarð króna. Dökk mynd af stöðu ESB Fyrir vikið kemur ekki á óvart að engin haldbær rök hafi verið að finna í grein Guðna í þeim efnum. Til dæmis skírskotanir í hagtölur. Fullyrðingin um að EES-samningurinn hafi tryggt okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins stenzt heldur ekki skoðun. Öll ríki heimsins hafa aðgang að honum nema þau sæti einhvers konar viðskiptaþvingunum. Hins vegar er aðgangurinn misgreiður en færa má rök fyrir því með vísun í gögn frá utanríkisráðuneytinu að fríverzlunarsamningur myndi tryggja hagstæðara aðgengi. Með aðildinni að EES-samningnum höfum við bundið okkur á klafa hnignandi markaðar miðað við aðra helztu markaði heimsins eins og er til dæmis áréttað í tveimur skýrslum sem birtar hafa verið á árinu og unnar fyrir Evrópusambandið, annars vegar af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra þess, og hins vegar Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, þar sem dregin er upp virkilega dökk mynd af stöðu sambandsins og hvernig það hafi dregizt aftur úr öðrum mörkuðum. Ekki sízt vegna íþyngjandi regluverks. Hvað varðar Marel og Össur sem Guðni gerði enn fremur að umtalsefni var þar átt við orð Harðar Arnarsonar, fyrrverandi forstjóra Marels, í Viðskiptablaðinu í apríl 2019 um að hann héldi að fyrirtækið hefði ekki orðið til í sömu mynd án EES-samningsins. Visaði Hörður þar einkum til tolla á innflutt hráefni og útfluttar iðnaðarvörur sem þegar höfðu verið felldir niður með fríverzlunarsamningi Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins, frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Löngu fyrir gildistöku EES. Engar matvöruverzlanir? Fullyrt var í grein Guðna að án EES-samningsins væru svo gott sem engar matvöruverzlanir starfandi á Íslandi. Þar á meðal Hagkaup, Bónus og Nettó sem allar voru þó starfræktar fyrir daga samningsins. Sem fyrr voru engin rök færð fram. Hið sama sagði hann eiga við um Costco sem litlu munaði þvert á móti að kæmi ekki til landsins einmitt vegna EES-samningsins og regluverksins sem fylgir honum. Af sömu ástæðu hafa ýmsar heildverzlanir eins og Innnes dregið verulega til dæmis úr innflutningi á vörum frá Bandaríkjunum. Með öðrum orðum hefur aðildin að EES-samningnum þvert á það sem Guðni heldur fram miklu fremur dregið úr vöruúrvali og hækkað vöruverð en hitt. Regluverk Evrópusambandsins ræður því hvaða vörur megi flytja til landsins eða kaupa í gegnum erlendar netverzlanir en mikið af því er hugsað sem tæknilegar viðskiptahindranir með það fyrir augum að vernda framleiðslu innan sambandsins gegn utanaðkomandi samkeppni enda í grunninn gamaldags tollabandalag sem er í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland þannig utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn svigrúmið í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Til að mynda er EES-samningurinn að öllum líkindum hindrun í vegi fríverzlunarsamnings við Bandaríkin, Hagsmunir lands og þjóðar Hvað annars varðar til að mynda frjálst flæði fólks, Evrópska sjúkratryggingakortið, Erasmus og greiðari aðgang að erlendum háskólum sem Guðni nefnir EES-samningnum til bóta má semja um allt slíkt og fleira til í víðtækum fríverzlunarsamningum eins og dæmin sýna. Ef það er á annað borð áhugi fyrir því. Til að mynda reyndi Evrópusambandið að fá brezk stjórnvöld til þess að samþykkja frjálst flæði fólks með fríverzlunarsamningnum á milli Bretlands og sambandsins en brezkir ráðamenn einfaldlega afþökkuðu það. Með öðrum orðum má ljóst vera að ef eitthvað er á leiðinni í torfkofana í þessum efnum er það Evrópusambandið og innri markaður þess með Ísland í farteskinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum sem verið hefur að dragast efnahagslega jafnt og þétt aftur úr öðrum heimshlutum á undanförnum árum og áratugum samkvæmt skýrslum sem unnar hafa verið fyrir sambandið sjálft. Hér erum við hins vegar ekki byrjuð að ræða það vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem þróun EES-samningsins gerir kröfu um. Markmiðið hlýtur í öllu falli ávallt að vera hagsmunir Íslands og íslenzku þjóðarinnar en ekki einstakir samningar sem eru aðeins verkfæri í þeim efnum. Sé mögulegt að tryggja þá betur með víðtækum fríverzlunarsamningi, fyrirkomulagi sem ríki heimsins kjósa allajafna að notast við þegar þau semja um viðskipti, hlýtur að vera eðlilegt að taka það til alvarlegrar skoðunar. Nema markmiðið sé annað. Það er að segja EES-samningurinn sem slíkur óháð því hvort hann sé bezt til þess fallinn að tryggja hagsmuni lands og þjóðar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun