Kæri borgarstjóri - Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla Gunnhildur Halla Carr og Sóldís Birta Reynisdóttir skrifa 16. október 2024 21:00 Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun