Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir, Drífa Guðmundsdóttir og Kolbeinn Ari Hauksson skrifa 15. október 2024 13:30 Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar