Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 12:02 Pavel Ermolinskij hrósar meðal annars Linards Jaunzems sem er 28 ára gamall Letti og spilar stöðu framherja. Vísir/Hulda Margrét/KR Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum