Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 14. október 2024 10:31 Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun