Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson skrifar 11. október 2024 14:32 Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku. Í upphafi árs 2023 var farið í herferð gegn flóttafólki frá Venúsela. Öfgafullum hægri mönnum á Íslandi fannst vera orðið of mikið af þeim og því var farið í lyga herfð geng þessu fólk sem hafði ekki unnið sér neitt til saka unnið. Á þessum tíma var hægri öfgamaður í Dómsmálaráðherra. Eingöngu til þess að vera skipt út fyrir annað öfga hægri mann. Niðurstaðan hefur verið hræðileg fyrir þá flóttamenn sem hafa komið frá Venúsela til Íslands. Þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Venúsela í hendurnar á morðóðum stjórnvöldum sem handtaka og fangelsa fólkið við komuna til Venúsela. Einnig sem að vegabréfið er tekið af þeim, ásamt öllum fjármunum og öðum verðmætum. Stjórnvöld í Venúsela eru í raun að ræna fólkið við komuna til landsins og hendir þeim síðan í fangelsi án ástæðu. Eftir síðustu kosningar í Venúslea, sem voru hvorki sanngjarnar eða lýðræðislegar þá voru mótmæli barin niður með miklu ofbeldi og morðum. Þetta finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi, ef einhver var að velta því fyrir sér hvar siðferðismörk núverandi stjórnvalda liggja. Upphafsmenn þessar herferðar gegn flóttafólki frá Venúslea eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason og verði þetta mál þeim til eilífrar skammar og niðurlægingar hvar sem þeir fara. Það var einnig Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra sem fór í það að svipta fólk frá Venúsela lífsnauðsynlegri vernd á Íslandi. Eins og sannaðist að er ennþá raunin eftir síðustu kosningar í Venúsela fyrr á þessu ári. Útlendingastofnun lýgur til um það að þeir séu að fylgjast með málinu, ef þeir gerðu það í raun. Þá væri ekki verið að senda fólk í hendurnar á stjórnvöldum sem fangelsa það og jafnvel myrða án miskunnar. Vegna þess að ef það væri raunverulega gert, þá hefði þessi tilkynning frá Sameinuðu Þjóðunum þann 3. September 2024 orðið til þess að hætta öllum flutningum á fólk til Venúsela varanlega. Þá hefði einnig þessi hérna frétt frá Sameinuðu Þjóðunum frá 17. September 2024 ekki farið fram hjá þeim. Þar sem fjallað er um kúgun hjá stjórnvöldum í Venúsela af óþekktri og nýrri stærðargráðu núna, ásamt pyntingum á börnum, konum og karlmönnum. Auk þess sem ofbeldi er beitt með kerfisbundnum hætti, auk kerfisbundinna morða sem eru framin af stjórnvöldum í Venúsela. Helstu vandamálin á Íslandi eru þau vandamál sem menn eins og Sigmundur Davíð og hans líkir búa til á Íslandi. Hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki og flest af þessum vandamálum eru skálduð upp og eiga ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Öfgamenn búa til vandamál, þannig geta þeir skapað sundrungu og aflað sér atkvæða fyrir kosninga til þess að ná völdum og valda skaða. Síðan verða öfgamenn alltaf stöðugt öfgafullri. Það er enginn endi á öfgunum. Í dag eru það flóttamenn, á morgun verða það konur á Íslandi og réttindi þeirra. Daginn eftir það eru það mannréttindi allra íslendinga. Það er enginn endir á þessu hjá öfgamönnum og það á að hafna öllum þeirra málflutningi í heild sinni án undantekninga. Þetta sést á nýlegum viðtölum við Sigmund Davíð, þar sem hann kallar eftir fjandsamlegri stefnu í málefnum flóttamanna. Stefnu sem er byggð á blekkingum. Sigmundur Davíð nefnir oft Danmörku í þessum viðtölum og fullyrðir ranglega að Danir taki við neinu flóttafólki. Ég er ekki viss hver stefnan er núna, þar sem ríkisstjórn Danmerkur og Socialdemokratiet í Danmörku eru í vandræðum með þennan málaflokk. Þar sem flóttafólkið hættir ekki að koma þó svo að öllum sé vísað í burtu. Socialdemokratiet eru farnir að tapa fylgi í könnunum, þar sem öfgar virka bara í ákveðin tíma og þar sem öfgafullar stefnur virka ekki í raunveruleikanum, þá hrynur fylgið um leið og fólk áttar sig á þeirri staðreynd og það er að gerast í Danmörku núna varðandi þessa hörðu, fjandsamlegu stefnu í garð flóttafólks hjá Danmörku. Þetta mun einnig gerast hjá öðrum ríkjum með tímanum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Miðflokkurinn Jón Frímann Jónsson Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku. Í upphafi árs 2023 var farið í herferð gegn flóttafólki frá Venúsela. Öfgafullum hægri mönnum á Íslandi fannst vera orðið of mikið af þeim og því var farið í lyga herfð geng þessu fólk sem hafði ekki unnið sér neitt til saka unnið. Á þessum tíma var hægri öfgamaður í Dómsmálaráðherra. Eingöngu til þess að vera skipt út fyrir annað öfga hægri mann. Niðurstaðan hefur verið hræðileg fyrir þá flóttamenn sem hafa komið frá Venúsela til Íslands. Þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Venúsela í hendurnar á morðóðum stjórnvöldum sem handtaka og fangelsa fólkið við komuna til Venúsela. Einnig sem að vegabréfið er tekið af þeim, ásamt öllum fjármunum og öðum verðmætum. Stjórnvöld í Venúsela eru í raun að ræna fólkið við komuna til landsins og hendir þeim síðan í fangelsi án ástæðu. Eftir síðustu kosningar í Venúslea, sem voru hvorki sanngjarnar eða lýðræðislegar þá voru mótmæli barin niður með miklu ofbeldi og morðum. Þetta finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi, ef einhver var að velta því fyrir sér hvar siðferðismörk núverandi stjórnvalda liggja. Upphafsmenn þessar herferðar gegn flóttafólki frá Venúslea eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason og verði þetta mál þeim til eilífrar skammar og niðurlægingar hvar sem þeir fara. Það var einnig Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra sem fór í það að svipta fólk frá Venúsela lífsnauðsynlegri vernd á Íslandi. Eins og sannaðist að er ennþá raunin eftir síðustu kosningar í Venúsela fyrr á þessu ári. Útlendingastofnun lýgur til um það að þeir séu að fylgjast með málinu, ef þeir gerðu það í raun. Þá væri ekki verið að senda fólk í hendurnar á stjórnvöldum sem fangelsa það og jafnvel myrða án miskunnar. Vegna þess að ef það væri raunverulega gert, þá hefði þessi tilkynning frá Sameinuðu Þjóðunum þann 3. September 2024 orðið til þess að hætta öllum flutningum á fólk til Venúsela varanlega. Þá hefði einnig þessi hérna frétt frá Sameinuðu Þjóðunum frá 17. September 2024 ekki farið fram hjá þeim. Þar sem fjallað er um kúgun hjá stjórnvöldum í Venúsela af óþekktri og nýrri stærðargráðu núna, ásamt pyntingum á börnum, konum og karlmönnum. Auk þess sem ofbeldi er beitt með kerfisbundnum hætti, auk kerfisbundinna morða sem eru framin af stjórnvöldum í Venúsela. Helstu vandamálin á Íslandi eru þau vandamál sem menn eins og Sigmundur Davíð og hans líkir búa til á Íslandi. Hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki og flest af þessum vandamálum eru skálduð upp og eiga ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Öfgamenn búa til vandamál, þannig geta þeir skapað sundrungu og aflað sér atkvæða fyrir kosninga til þess að ná völdum og valda skaða. Síðan verða öfgamenn alltaf stöðugt öfgafullri. Það er enginn endi á öfgunum. Í dag eru það flóttamenn, á morgun verða það konur á Íslandi og réttindi þeirra. Daginn eftir það eru það mannréttindi allra íslendinga. Það er enginn endir á þessu hjá öfgamönnum og það á að hafna öllum þeirra málflutningi í heild sinni án undantekninga. Þetta sést á nýlegum viðtölum við Sigmund Davíð, þar sem hann kallar eftir fjandsamlegri stefnu í málefnum flóttamanna. Stefnu sem er byggð á blekkingum. Sigmundur Davíð nefnir oft Danmörku í þessum viðtölum og fullyrðir ranglega að Danir taki við neinu flóttafólki. Ég er ekki viss hver stefnan er núna, þar sem ríkisstjórn Danmerkur og Socialdemokratiet í Danmörku eru í vandræðum með þennan málaflokk. Þar sem flóttafólkið hættir ekki að koma þó svo að öllum sé vísað í burtu. Socialdemokratiet eru farnir að tapa fylgi í könnunum, þar sem öfgar virka bara í ákveðin tíma og þar sem öfgafullar stefnur virka ekki í raunveruleikanum, þá hrynur fylgið um leið og fólk áttar sig á þeirri staðreynd og það er að gerast í Danmörku núna varðandi þessa hörðu, fjandsamlegu stefnu í garð flóttafólks hjá Danmörku. Þetta mun einnig gerast hjá öðrum ríkjum með tímanum. Höfundur er rithöfundur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun