Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir og Gerður María Gröndal skrifa 11. október 2024 11:00 Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun