Skrepp í skimun, október tími umhugsunar Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifa 10. október 2024 13:03 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun