Í tilkynningu frá Veitum segir að verið sé að ræsa vélar að nýju. Bilunin gæti haft áhrif á afhendingu heits vatns til viðskiptavina Veitna.
Nú þegar er heitavatnslaust í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag.
Í tilkynningu frá Veitum segir að verið sé að setja upp hreinsibúnað í dælustöðina við Fornhaga í þeim tilgangi að fanga óhreinindi, sem séu náttúrulegur fylgifiskur heita vatnsins frá lághitasvæðum.
Íbúar annarra húsa í nágrenninu og mögulega í Skerjafirði muni finna fyrir minni þrýstingi á heita vatninu á meðan á vinnu stendur.