„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2024 16:41 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag Vísir/Viktor Freyr Arnarson Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. „Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
„Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira