„Verðum að vera harðari“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2024 22:00 Jamil Abiad stýrði Valsmönnum í kvöld. Vísir/Diego Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira