„Verðum að vera harðari“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2024 22:00 Jamil Abiad stýrði Valsmönnum í kvöld. Vísir/Diego Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira