Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar 3. október 2024 12:31 Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Vinstri græn Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar