Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson, Kári Allansson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifa 2. október 2024 11:00 Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun