Leggja til neyðaraðgerðir til að bregðast við „ófremdarástandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 21:37 Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu sem verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar eftir tvær vikur sem varðar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar þar sem banaslys varð um helgina. Þetta staðfesta Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Marta segir mikilvægt að bregðast við því ófremdarástandi sem ríkir í öryggismálum við gatnamótin og segist skilja áhyggjur foreldra á svæðinu vel. Leggja til að gatnamótin verði snjallvædd „Í fyrsta lagi er lagt til að sérstakri snjallgangbraut verði komið fyrir á gatnamótunum. Snjallgangbrautir virka þannig að þær skynja þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbrautina. Þá kviknar LED göngulýsing sem lýsir upp gangbrautina og vegfarendur á meðan gengið er yfir götuna. Í annan stað er lagt til að gatnamót þessi verði snjallvædd með nýjustu tækni í snjallljósastýringum, en umferðarljósin á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar sýna svo ekki verði um villst, að þeim er stýrt með klukku þar sem græna ljósið varir aðeins í 15 sekúndur þegar gengið er yfir götuna og er þar af leiðandi ekki snjallvætt. Snjallljós skynja umferð og eykur til muna öryggi allra vegfarenda,“ segir í tillögunni. Óskað var eftir að tillagan yrði tekin fyrir í kvöld með afbrigðum á fundi borgarstjórnar en ekki gafst tími til að ræða hana og verður hún því tekin fyrir á næsta fundi. Kallar eftir tafarlausum aðgerðum „Tillagan hljóðar upp á það að það verði brugðist við því neyðarástandi og ófremdarástandi sem er þarna í umferðaröryggismálum við umrædd gatnamót,“ segir Marta og bætir við að brýnt sé að ráðast í tafarlausar aðgerðir í samráði við Vegagerðina. Hún ítrekar að umferðaröryggi ætti að vera forgangsverkefni allra sveitarfélaga. „Við Björn fórum og hittum foreldra í gær, fórum á vettvang. Íbúarnir hafa verið að kalla eftir aðgerðum þarna til úrbóta síðustu tvö ár, án þess að það hafi verið brugðist við því. Þessi hluti gatnamótanna er hluti af aðal gönguleið barnanna í Vogabyggð til og frá skóla. Það er áætluð göngubrú yfir Sæbraut en hún kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi í apríl,“ segir Marta sem bendir á að það dugi skammt nú þegar skólastarf er hafið og skammdegið að bresta á. Mikilvægt sé að bregðast við sem allra fyrst í stað þess að bíða eftir lausn. Hún segir umrædda lausn henta vel þar sem ekki þurfi að ráðast í skipulagsbreytingu til að framkvæma hana. Lausnin sé jafnframt ódýr og fljótleg. Íbúar daprir og vonlausir „Við leggjum til að það verði farið í snjallljósastýringu á þessum gatnamótum. Þetta snýst um það að það er miðlæg tölva í kerfinu og þá er umferðin lesin. Það er myndavél sem gerir það og tölvan greinir þetta og hún getur greint hvort það komi gangandi eða hjólandi að gatnamótunum og passar upp á það að þeir komist yfir á grænu ljósi,“ segir Björn. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir því hve skammur tími gefst á gatnamótunum til að komast yfir götuna en á gatnamótunum er notast við klukku sem gefur fimmtán sekúndur til að komast yfir. Nær ómögulegt sé að komast yfir með börn meðferðis í tæka tíð að sögn foreldra. „Íbúar eru frekar daprir yfir þessu öllu saman og mjög vonlausir. Þeir eru búnir að senda inn ábendingar og fá engin svör frá borgarstjórn,“ segir Björn. Marta bætir við að það sé sláandi að sjá það ófremdarástand sem ríkir við þessi gatnamót og í hverfinu þegar það kemur að umferðaröryggi. Þau vonast til þess að meirihluti borgarstjórnar taki tillöguna til greina og bregðist við ástandinu. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Þetta staðfesta Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Marta segir mikilvægt að bregðast við því ófremdarástandi sem ríkir í öryggismálum við gatnamótin og segist skilja áhyggjur foreldra á svæðinu vel. Leggja til að gatnamótin verði snjallvædd „Í fyrsta lagi er lagt til að sérstakri snjallgangbraut verði komið fyrir á gatnamótunum. Snjallgangbrautir virka þannig að þær skynja þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbrautina. Þá kviknar LED göngulýsing sem lýsir upp gangbrautina og vegfarendur á meðan gengið er yfir götuna. Í annan stað er lagt til að gatnamót þessi verði snjallvædd með nýjustu tækni í snjallljósastýringum, en umferðarljósin á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar sýna svo ekki verði um villst, að þeim er stýrt með klukku þar sem græna ljósið varir aðeins í 15 sekúndur þegar gengið er yfir götuna og er þar af leiðandi ekki snjallvætt. Snjallljós skynja umferð og eykur til muna öryggi allra vegfarenda,“ segir í tillögunni. Óskað var eftir að tillagan yrði tekin fyrir í kvöld með afbrigðum á fundi borgarstjórnar en ekki gafst tími til að ræða hana og verður hún því tekin fyrir á næsta fundi. Kallar eftir tafarlausum aðgerðum „Tillagan hljóðar upp á það að það verði brugðist við því neyðarástandi og ófremdarástandi sem er þarna í umferðaröryggismálum við umrædd gatnamót,“ segir Marta og bætir við að brýnt sé að ráðast í tafarlausar aðgerðir í samráði við Vegagerðina. Hún ítrekar að umferðaröryggi ætti að vera forgangsverkefni allra sveitarfélaga. „Við Björn fórum og hittum foreldra í gær, fórum á vettvang. Íbúarnir hafa verið að kalla eftir aðgerðum þarna til úrbóta síðustu tvö ár, án þess að það hafi verið brugðist við því. Þessi hluti gatnamótanna er hluti af aðal gönguleið barnanna í Vogabyggð til og frá skóla. Það er áætluð göngubrú yfir Sæbraut en hún kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi í apríl,“ segir Marta sem bendir á að það dugi skammt nú þegar skólastarf er hafið og skammdegið að bresta á. Mikilvægt sé að bregðast við sem allra fyrst í stað þess að bíða eftir lausn. Hún segir umrædda lausn henta vel þar sem ekki þurfi að ráðast í skipulagsbreytingu til að framkvæma hana. Lausnin sé jafnframt ódýr og fljótleg. Íbúar daprir og vonlausir „Við leggjum til að það verði farið í snjallljósastýringu á þessum gatnamótum. Þetta snýst um það að það er miðlæg tölva í kerfinu og þá er umferðin lesin. Það er myndavél sem gerir það og tölvan greinir þetta og hún getur greint hvort það komi gangandi eða hjólandi að gatnamótunum og passar upp á það að þeir komist yfir á grænu ljósi,“ segir Björn. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir því hve skammur tími gefst á gatnamótunum til að komast yfir götuna en á gatnamótunum er notast við klukku sem gefur fimmtán sekúndur til að komast yfir. Nær ómögulegt sé að komast yfir með börn meðferðis í tæka tíð að sögn foreldra. „Íbúar eru frekar daprir yfir þessu öllu saman og mjög vonlausir. Þeir eru búnir að senda inn ábendingar og fá engin svör frá borgarstjórn,“ segir Björn. Marta bætir við að það sé sláandi að sjá það ófremdarástand sem ríkir við þessi gatnamót og í hverfinu þegar það kemur að umferðaröryggi. Þau vonast til þess að meirihluti borgarstjórnar taki tillöguna til greina og bregðist við ástandinu.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent