Heilbrigðisstofnun Norðurlands tíu ára í dag Jón Helgi Björnsson skrifar 1. október 2024 10:31 Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014. Sameiningin hefur leitt til jákvæðra breytinga og hagræðingar hvað varðar aukna samvinnu og fagleg samskipti á milli heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Mun auðveldara er að halda úti öflugri upplýsingatækni sem er í rauninni forsenda þess að vinna vel saman yfir stórt landsvæði. Þá fylgdi sameiningunni veruleg samlegð í símenntun starfsfólks sem jók mjög á möguleika á samstarfi og öflugri endurmenntun sem hefur leitt til nýrra og uppbyggilegra verkefna á heilbrigðissviði. HSN sinnir stóru landsvæði allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri sem telur um 38.000 íbúa, en stofnunin rekur 18 aðskildar starfseiningar í um 40.000 fermetrum af húsnæði. Þetta er stór vinnustaður, en hjá okkur starfa 625 starfsmenn í 455 stöðugildum. Hér eru 120 hjúkrunarfræðingar, 95 sjúkraliðar og 55 læknar í 45 stöðugildum. Þá eru ótalin störf ómissandi aðila í sálfélagsþjónustu, iðju- og sjúkraþjálfun og aðhlynningu, auk starfa þeirra sem sinna stoðþjónustu af ýmsum toga. Í dag eru 12-13 læknar í sérnámi í heimilislækningum hjá HSN og við tökum við nokkrum fjölda nema í lengra eða styttra starfsnám á hverju ári. HSN á að jafnaði í um 1000 samskiptum við íbúa Norðurlands á hverjum degi og starfsfólk í heimahjúkrun skráir t.a.m. um 80.000 samskipti við þjónustuþega á hverju ári. Búast má við að læknar stofnunarinnar fari í 2-3 bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi, en á starfssvæðinu eru tíu læknar alltaf á bundinni vakt til að bregðast við slysum eða veikindum íbúa. Þegar alvarlegt slys varð í Öxnadal í sumar mættu 8 læknar og 5 hjúkrunarfræðingar frá HSN á slysstað frá þremur starfsstöðvum. Hlutverk HSN er víðtækt í samfélaginu. Við höldum utan um alla almenna þjónustuþætti í heilsugæslu með móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd, heilsuvernd grunnskólabarna, hjúkrun í framhaldsskólum og sálfélagslegri þjónustu fullorðinna og barna, auk fleiri þátta. Einnig rekum við fjöldann allan af hjúkrunar- og sjúkrarýmum á starfssvæðinu. Við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða ný og spennandi verkefni en nýlegasta dæmið er þegar stofnunin skrifaði undir samstarfssamning við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisráðuneytið um starfsemi Akureyrarklíníkurinnar sem veita á ME sjúklingum þjónustu á landsvísu. Þá tók HSN einnig við verkefnum geðheilsuteymis barna á Norðurlandi og Austurlandi, en teymið var styrkt með nýju og öflugu fagfólki. Tekur teymið til starfa í dag á 10 ára afmæli HSN. Almennt hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands notið velvilja stjórnvalda í þessi 10 ár og fengið auknar fjárheimildir til að auka og bæta þjónustu. Sérstaklega má nefna fjölgun starfsfólks á Akureyri þar sem staða heilsugæslunnar þar var afskaplega veik fyrir 10 árum. Stofnunin hefur rekið aðhaldssama stefnu í fjármálum og hefur rekstur hennar að jafnaði verið í jafnvægi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu. Innilega til hamingju með daginn, allt starfsfólk HSN og íbúar á Norðurlandi vestra og eystra. Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014. Sameiningin hefur leitt til jákvæðra breytinga og hagræðingar hvað varðar aukna samvinnu og fagleg samskipti á milli heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Mun auðveldara er að halda úti öflugri upplýsingatækni sem er í rauninni forsenda þess að vinna vel saman yfir stórt landsvæði. Þá fylgdi sameiningunni veruleg samlegð í símenntun starfsfólks sem jók mjög á möguleika á samstarfi og öflugri endurmenntun sem hefur leitt til nýrra og uppbyggilegra verkefna á heilbrigðissviði. HSN sinnir stóru landsvæði allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri sem telur um 38.000 íbúa, en stofnunin rekur 18 aðskildar starfseiningar í um 40.000 fermetrum af húsnæði. Þetta er stór vinnustaður, en hjá okkur starfa 625 starfsmenn í 455 stöðugildum. Hér eru 120 hjúkrunarfræðingar, 95 sjúkraliðar og 55 læknar í 45 stöðugildum. Þá eru ótalin störf ómissandi aðila í sálfélagsþjónustu, iðju- og sjúkraþjálfun og aðhlynningu, auk starfa þeirra sem sinna stoðþjónustu af ýmsum toga. Í dag eru 12-13 læknar í sérnámi í heimilislækningum hjá HSN og við tökum við nokkrum fjölda nema í lengra eða styttra starfsnám á hverju ári. HSN á að jafnaði í um 1000 samskiptum við íbúa Norðurlands á hverjum degi og starfsfólk í heimahjúkrun skráir t.a.m. um 80.000 samskipti við þjónustuþega á hverju ári. Búast má við að læknar stofnunarinnar fari í 2-3 bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi, en á starfssvæðinu eru tíu læknar alltaf á bundinni vakt til að bregðast við slysum eða veikindum íbúa. Þegar alvarlegt slys varð í Öxnadal í sumar mættu 8 læknar og 5 hjúkrunarfræðingar frá HSN á slysstað frá þremur starfsstöðvum. Hlutverk HSN er víðtækt í samfélaginu. Við höldum utan um alla almenna þjónustuþætti í heilsugæslu með móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd, heilsuvernd grunnskólabarna, hjúkrun í framhaldsskólum og sálfélagslegri þjónustu fullorðinna og barna, auk fleiri þátta. Einnig rekum við fjöldann allan af hjúkrunar- og sjúkrarýmum á starfssvæðinu. Við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða ný og spennandi verkefni en nýlegasta dæmið er þegar stofnunin skrifaði undir samstarfssamning við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisráðuneytið um starfsemi Akureyrarklíníkurinnar sem veita á ME sjúklingum þjónustu á landsvísu. Þá tók HSN einnig við verkefnum geðheilsuteymis barna á Norðurlandi og Austurlandi, en teymið var styrkt með nýju og öflugu fagfólki. Tekur teymið til starfa í dag á 10 ára afmæli HSN. Almennt hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands notið velvilja stjórnvalda í þessi 10 ár og fengið auknar fjárheimildir til að auka og bæta þjónustu. Sérstaklega má nefna fjölgun starfsfólks á Akureyri þar sem staða heilsugæslunnar þar var afskaplega veik fyrir 10 árum. Stofnunin hefur rekið aðhaldssama stefnu í fjármálum og hefur rekstur hennar að jafnaði verið í jafnvægi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu. Innilega til hamingju með daginn, allt starfsfólk HSN og íbúar á Norðurlandi vestra og eystra. Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun