Það var þann 12.september síðastliðinn sem Þórsarar greindu frá því að Franck hefði samið við félagið. en hann hafði áður spilað með liði Hamars á síðasta tímabili.
Ljóst er að samstarfið hefur ekki gengið upp og hefur Franck nú yfirgefið herbúðir Þórsara. Þetta staðfestir Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar við íþróttadeild Vísis.
Þórsarar voru þó ekki lengi að taka inn nýjan mann því Justas Tamulis, sem áður hefur verið á mála hjá KR og Val hér á landi hefur samið við Þór Þorlákshöfn og kemur hann til með að fylla upp í það skarð sem Franck skilur eftir sig. Tamulis er 30 ára gamall.
Justas kom við sögu í 19 leikjum á síðasta tímabili og var með 13,6 stig að meðaltali í leik. Þá tók hann 2,4 fráköst að meðaltali í leik og var að meðaltali með þrjár stoðsendingar í leik.
Bónus deild karla í körfubolta hefst þann 3.október næstkomandi með fjórum leikjum þar sem að Þór Þorlákshöfn tekur meðal annars á móti Njarðvík í Icelandic Glacial höllinni.