Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 13:18 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Leon Neal Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. Stuðningspakkinn, ef svo má segja, er metinn á rúma átta milljarða dala, sem samsvarar um billjón króna. Meðal þeirra hergagna sem til stendur að senda til Úkraínu eru flugskeyti í loftvarnarkerfi, eitt Patriot-loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir fallbyssur og HIMARS-eldflaugakerfi, Javelin og AT-4 eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndreku. Bryndreka og annarskonar brynvarin farartæki, brýr, báta, byssur, skotfæri og ýmislegt annað. Hér að neðan má sjá nýleg myndbönd af tveimur rússneskum skriðdrekum verða fyrir Javelin í austurhluta Úkraínu. Javelin strikes on two Russian MT-LBshttps://t.co/IKBiOyf1uV pic.twitter.com/u1M8YcFPW6— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 26, 2024 Pakkinn inniheldur eining svifsprengjur en fregnir af þeim höfðu áður borist í fjölmiðlum vestanhafs. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru sérstaklega hannaðar með F-16 orrustuþotur í huga og tilkynnti Biden einnig að auka ætti umfang þjálfunar úkraínska flugmanna á þær þotur. Alls myndu Bandaríkjamenn þjálfa átján flugmenn á næsta ári en flugmenn eru einnig þjálfaðir í öðrum ríkjum í Evrópu. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í dag segir Biden að stuðningur við Úkraínu hafi verið í miklum forgangi í ríkisstjórn hans á þeim tæpu þremur árum síðan innrás Rússa hófst. Á þeim tíma hefði Úkraínumönnum tekist að reka Rússa á brott frá stórum svæðum sem þeir hefðu upprunalega hernumið og héldu áfram að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Enn væri þó mikið verk fyrir höndum. Biden sagðist ætla að boða til fundar hjá bakhjörlum Úkraínu í Þýskalandi í næsta mánuði, þar sem samræma ætti stuðning ríkjanna við Úkraínumenn. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær nýjan stuðningspakka til Úkraínu. Hann er ekki eins umfangsmikill og sá bandaríski og er verðmetinn á um fjögur hundrað milljóni Evra. Hann inniheldur flugskeyti fyrir loftvarnir, loftvarnarkerfi, skriðdreka, dróna, skotfæri og varahluti, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Joe Biden Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Stuðningspakkinn, ef svo má segja, er metinn á rúma átta milljarða dala, sem samsvarar um billjón króna. Meðal þeirra hergagna sem til stendur að senda til Úkraínu eru flugskeyti í loftvarnarkerfi, eitt Patriot-loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir fallbyssur og HIMARS-eldflaugakerfi, Javelin og AT-4 eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndreku. Bryndreka og annarskonar brynvarin farartæki, brýr, báta, byssur, skotfæri og ýmislegt annað. Hér að neðan má sjá nýleg myndbönd af tveimur rússneskum skriðdrekum verða fyrir Javelin í austurhluta Úkraínu. Javelin strikes on two Russian MT-LBshttps://t.co/IKBiOyf1uV pic.twitter.com/u1M8YcFPW6— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 26, 2024 Pakkinn inniheldur eining svifsprengjur en fregnir af þeim höfðu áður borist í fjölmiðlum vestanhafs. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru sérstaklega hannaðar með F-16 orrustuþotur í huga og tilkynnti Biden einnig að auka ætti umfang þjálfunar úkraínska flugmanna á þær þotur. Alls myndu Bandaríkjamenn þjálfa átján flugmenn á næsta ári en flugmenn eru einnig þjálfaðir í öðrum ríkjum í Evrópu. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í dag segir Biden að stuðningur við Úkraínu hafi verið í miklum forgangi í ríkisstjórn hans á þeim tæpu þremur árum síðan innrás Rússa hófst. Á þeim tíma hefði Úkraínumönnum tekist að reka Rússa á brott frá stórum svæðum sem þeir hefðu upprunalega hernumið og héldu áfram að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Enn væri þó mikið verk fyrir höndum. Biden sagðist ætla að boða til fundar hjá bakhjörlum Úkraínu í Þýskalandi í næsta mánuði, þar sem samræma ætti stuðning ríkjanna við Úkraínumenn. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær nýjan stuðningspakka til Úkraínu. Hann er ekki eins umfangsmikill og sá bandaríski og er verðmetinn á um fjögur hundrað milljóni Evra. Hann inniheldur flugskeyti fyrir loftvarnir, loftvarnarkerfi, skriðdreka, dróna, skotfæri og varahluti, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Joe Biden Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15