Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2024 22:28 Hannes Petersen, læknir og prófessor við Háskóla Íslands. Stöð 2 Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13