Skoðun

Grímulaus grænþvottur

Dofri Hermannsson skrifar

SA keyptu sér skoðanakönnun.

Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis.

Enginn stefnir að aukinni raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis. Það vita SA vel. Að hið illa skilgreinda hugtak „græn orkuframleiðsla“ sé til aðgreiningar er því ósatt. Grímulaus grænþvottur.

„Harmleikur almenninga“ er betur skilgreint hugtak. Sú staða þegar aðilar með aðgang að almenningum (t.d. útsýni almennings, lífríki hafsins og víðernum landsins) valda tjóni á þeim með nýtingu í eigin þágu. Til að hindra þetta höfum við lög og reglur. T.d. Rammaáætlun. Það fellur SA ekki vel. Vilja hafa frelsi til athafna í almenningum.

Móta þarf stefnu um vindorku. Og um laxeldi. Vatnsnotkun. Einkavæðingu auðlinda og almannarýmisins. Þessa vinnu þarf að vanda. Það má taka tíma.

Látum ekki orkufrekjur hræða okkur með orkuskorti. Vanti orku til orkuskipta mætti semja um lokun álversins í Straumsvík.

Látum ekki blekkjast af grænþvotti. Gerum kröfu um fagleg vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar eru undir.

Höfundur er MSc í hagvísindum.




Skoðun

Skoðun

21 blár

Jón Pétur Zimsen skrifar

Sjá meira


×