Áherslur ráðherra skipta máli Heimir Örn Árnason skrifar 20. september 2024 08:31 Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun