Snúum hjólunum áfram Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2024 08:01 Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Rekstur hins opinbera Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun