Senda vopnaða menn á svæðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 14:59 Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á staðinn með bolvíska björgunarbátnum Kobba Láka. Þá eru sérþjálfaðir menn á vegum Landhelgisgæslunnar á leið á vettvang með þyrlu. Landsbjörg Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Tilkynningin barst rétt fyrir klukkan tvö frá einstaklingi sem er þarna í sumarhúsi. Við teljum upplýsingarnar réttar, en við höfum ekki náð aftur í viðkomandi. En reiknum með því að þetta sé rétt þar til annað kemur í ljós“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sé viðkomandi einn í húsinu. Senda vopnaða menn á sjó og í lofti Tveir lögreglumenn frá Ísafirði hafa verið sendir á svæðið með bolvískum björgunarbáti, auk þess sem sérþjálfaðir menn eru á leið á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir eru, líkt og lögreglumennirnir, vopnaðir og við öllu búnir að sögn Helga. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort sá sem tilkynnti um dýrið, né aðrir, séu í bráðri hættu. „Við getum ekki svarað því. Vonandi ekki.“ Umhverfisstofnun gert viðvart Helgi segir alltaf haft samband við Umhverfisstofnun þegar grunur kvikni um að hvítabirnir hafi gengið á land. „Hvort þeir geti gert ráðstafanir til að bjarga viðkomandi dýri. Í þessu tilfelli er það ekki hægt.“ Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:13: Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins. Ísafjarðarbær Dýr Hornstrandir Landhelgisgæslan Lögreglumál Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Tilkynningin barst rétt fyrir klukkan tvö frá einstaklingi sem er þarna í sumarhúsi. Við teljum upplýsingarnar réttar, en við höfum ekki náð aftur í viðkomandi. En reiknum með því að þetta sé rétt þar til annað kemur í ljós“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sé viðkomandi einn í húsinu. Senda vopnaða menn á sjó og í lofti Tveir lögreglumenn frá Ísafirði hafa verið sendir á svæðið með bolvískum björgunarbáti, auk þess sem sérþjálfaðir menn eru á leið á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir eru, líkt og lögreglumennirnir, vopnaðir og við öllu búnir að sögn Helga. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort sá sem tilkynnti um dýrið, né aðrir, séu í bráðri hættu. „Við getum ekki svarað því. Vonandi ekki.“ Umhverfisstofnun gert viðvart Helgi segir alltaf haft samband við Umhverfisstofnun þegar grunur kvikni um að hvítabirnir hafi gengið á land. „Hvort þeir geti gert ráðstafanir til að bjarga viðkomandi dýri. Í þessu tilfelli er það ekki hægt.“ Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:13: Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins.
Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins.
Ísafjarðarbær Dýr Hornstrandir Landhelgisgæslan Lögreglumál Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26