Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2024 14:31 María Thelma og Steinarr ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi. Ástin og lífið Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.
Ástin og lífið Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira